Friday, September 25, 2009
Útkall F2-gulur, vélarvana bátur
Í dag kom útkall á björgunarskipið þar sem línubátur hafði fengið í skrúfuna á Flóanum og var að reka upp í fjöru. Áhöfn á Glæsi var mætt í hús og tilbúin til að fara en annar bátur náði að koma taug á milli og draga bátinn til hafnar. Útkallið var því afturkallað áður en við fórum af stað.
Tuesday, September 22, 2009
Fundurinn 22 sept
Í kvöld var fyrirhugað að hafa upprifjun í skyndihjálp. Því er frestað þangað til 20. okt. Í staðinn ætlum við ma að prófa sigbúnað fyrir leitarhundanna okkar og jafnvel stilla upp fyrir fjallabjörgun, ef tími leyfir. Þetta ætlum við að gera við klifurvegginn í salnum.
Friday, September 11, 2009
Flugslysaæfingin Egilsstaðir 2009
Vildi benda ykkur á þetta: Flugslysaáætlun Egilsstaðaflugvallar en við erum hluti af henni. Þar má sjá okkar hlutverk á laugardaginn.
Í kvöld verður áhugaverður fyrirlestur um bráðaflokkun.
Subscribe to:
Posts (Atom)