Wednesday, November 11, 2009

Æfingakvöld næsta þriðjudag

Næsta þriðjudag (17.nóv.) ætlar tækjaflokkur að æfa sig og aðra.
Talsmaður tækjaflokks vildi lítið gefa upp um eðli æfingarinnar þegar síðuritari hafði af honum tal en get þó lofað "einhverri góðri vitleysu".

Allir félagar hvattir til mæta tímanlega og tilbúnir að fara eitthvað út úr húsi.

Monday, November 9, 2009

Kynningar á flugeldanýjungum

Jón Ingi mun sýna nýjungar í flugeldavörulínu félagsins fyrir næsta ár. Verður hann með nýjar kappatertur, allrastæðstu tertur sem leyfilegar eru hér á landi og einnig nýjar rakettur.

Áður en skotið verður þá mun Jón Ingi fara yfir nýjungarnar og ræða við menn um flugelda.

Kynning þessi eru hugsuð fyrir alla félaga björgunarsveita.

Egilsstaðir í húsi Héraðs kl 19:00

Brottför frá Nesi kl. 17:45

Svenni s. 862-3538

Tuesday, November 3, 2009

Neyðarkall


Næstkomandi föstudag og laugardag ætlum við að selja Neyðarkall björgunarsveitanna.



Við ætlum að stilla okkur upp framan við Samkaup, ríkið og Nesbakka ef nægur mannskapur fæst. Stefnt er að því að standa vaktina á föstudag kl 15-19 og laugardag kl 11-13. Við skiptum þessu gróflega niður í 2ja tíma vaktir.

Áhugasamir hafi samband við Svenna s. 862-3538

Thursday, October 22, 2009

Bólusetning

Þeir sem eiga að mæta í bólusetningu fengu um það sms í dag. Ef þú telur þig eiga að fá bólusetningu en fékkst ekki sms hafðu samband við Pálma 846-7762 eða palmi @ gerpir .com.
Þeir sem eiga að mæta í bólusetningu en komast ekki á fyrirfram ákveðnum tíma skulu hafa samband við Pálma í dag til að ákveða nýjan tíma.

Monday, October 19, 2009

Áverkamat og flutningur slasaðra

Námskeið og verklegar æfingar næstkomandi þriðjudags og miðvikudagskvöld kl. 20
Umsjón Sævar M. Egilsson skyndihjálparkennari


Á þriðjudagskvöldið munum við einnig undirbúa ferð á landsæfingu sem verður á Reykjanesi n.k. helgi.

Tuesday, October 6, 2009

Kynningarfundur og fleira

Í kvöld, 6.október, verður kynningarfundur um starfsemi björgunarsveitarinnar í vetur. Farið yfir starfið fram að áramótum. Allir velkomnir, nýjir sem gamlir félagar.

Landsæfing björgunarsveita á Reykjanesi verður haldin laugardaginn 24.október og mætir Gerpir með vaskan hóp þangað, ásamt öðrum björgunarsveitum á Austurlandi.
Meira um æfingunar hér.

Friday, September 25, 2009

Útkall F2-gulur, vélarvana bátur

Í dag kom útkall á björgunarskipið þar sem línubátur hafði fengið í skrúfuna á Flóanum og var að reka upp í fjöru. Áhöfn á Glæsi var mætt í hús og tilbúin til að fara en annar bátur náði að koma taug á milli og draga bátinn til hafnar. Útkallið var því afturkallað áður en við fórum af stað.

Tuesday, September 22, 2009

Fundurinn 22 sept

Í kvöld var fyrirhugað að hafa upprifjun í skyndihjálp. Því er frestað þangað til 20. okt. Í staðinn ætlum við ma að prófa sigbúnað fyrir leitarhundanna okkar og jafnvel stilla upp fyrir fjallabjörgun, ef tími leyfir. Þetta ætlum við að gera við klifurvegginn í salnum.

Friday, September 11, 2009

Flugslysaæfingin Egilsstaðir 2009

Vildi benda ykkur á þetta: Flugslysaáætlun Egilsstaðaflugvallar en við erum hluti af henni. Þar má sjá okkar hlutverk á laugardaginn.
Í kvöld verður áhugaverður fyrirlestur um bráðaflokkun.

Monday, July 6, 2009