Wednesday, November 11, 2009

Æfingakvöld næsta þriðjudag

Næsta þriðjudag (17.nóv.) ætlar tækjaflokkur að æfa sig og aðra.
Talsmaður tækjaflokks vildi lítið gefa upp um eðli æfingarinnar þegar síðuritari hafði af honum tal en get þó lofað "einhverri góðri vitleysu".

Allir félagar hvattir til mæta tímanlega og tilbúnir að fara eitthvað út úr húsi.

Monday, November 9, 2009

Kynningar á flugeldanýjungum

Jón Ingi mun sýna nýjungar í flugeldavörulínu félagsins fyrir næsta ár. Verður hann með nýjar kappatertur, allrastæðstu tertur sem leyfilegar eru hér á landi og einnig nýjar rakettur.

Áður en skotið verður þá mun Jón Ingi fara yfir nýjungarnar og ræða við menn um flugelda.

Kynning þessi eru hugsuð fyrir alla félaga björgunarsveita.

Egilsstaðir í húsi Héraðs kl 19:00

Brottför frá Nesi kl. 17:45

Svenni s. 862-3538

Tuesday, November 3, 2009

Neyðarkall


Næstkomandi föstudag og laugardag ætlum við að selja Neyðarkall björgunarsveitanna.Við ætlum að stilla okkur upp framan við Samkaup, ríkið og Nesbakka ef nægur mannskapur fæst. Stefnt er að því að standa vaktina á föstudag kl 15-19 og laugardag kl 11-13. Við skiptum þessu gróflega niður í 2ja tíma vaktir.

Áhugasamir hafi samband við Svenna s. 862-3538